Ég er tveggja barna móðir, meðal annars.

Ég lifi fyrir strákana mína, ég dýrka þessa menn! Þá ætla ég svosem ekki að skilgreina mig einungis út frá því hlutverki sem ég gegni gagnvart þeim því ég á mér allskonar hliðar sem ég leyfi að blómstra líka.

Ég hef haft brennandi áhuga á fatahönnun síðan ég man eftir mér, saumaði fyrsta kjólinn minn fyrir árshátíðina í 8.bekk og skráði mig svo í fatahönnunarnám á menntaskólaárunum mínum svo áhuginn á fötum eða aðallega því sem fötin geta gert fyrir sjálfstraustið og líðan í eigin skinni hvarf aldrei.

Eftir að ég átti eldri strákinn minn þá fann ég sjálfa mig á krossgötum. Ég þekkti ekki nýja líkamann minn eftir erfiða meðgöngu & fæðingu, ég fann hvernig það hafði áhrif á líðan mína og hvernig ég bar mig.

Hvernig átti ég nú að klæða mig? 

Það mætti segja að ég hafi gefist upp, ég hætti að reyna en ég fann hvernig það hafði áhrif á innri líðan & hvernig ég bar mig í hversdagsleikanum.

Fyrir um nokkrum árum síðan sagði ég skilið við þessa skömm sem ég hafði yfir líkamanum mínum og fór í rannsóknarvinnu.

Hvernig vil ég klæða mig ?

Hvernig líður mér best ?

Ég fór að deila reynslu minni & vegferð á samfélagsmiðlum & fann fljótt hvað það voru margar konur í nákvæmlega sömu sporum. 

Ég hef lengi gengið með þessa hugmynd í maganum að skapa vörumerki sem býður uppá vandaðann, fallegann en á sama tíma þægilegann fatnað fyrir fólk eins og mig.

Hér hjálpumst við að, styðjum & styrkjum hvort annað í átt að vellíðan í hversdagsleikanum, sama í hvaða formi sem það er.

Ég mun aldrei sætta mig við neitt minna fyrir mig & okkur öll.

Bestu kveðjur,

Camy