SATIN SKYRTA
Rhea er endurgerð af skyrtu sem Camy hefur hannað áður, í betrumbættu sniði & efni sem flæðir ofboðslega fallega yfir línurnar okkar allra. Tveir sniðsaumar eru í bakið sem gerir það að verkum að hún leggst glæsilega yfir bakið þó hún sé stór í sniðinu. Kraginn og ermarnar eru alveg mjúkar en samt með smá strúktúr.
Extra breytt satin band fylgir með ef þú vilt binda skirtuna í mittið og ýta þannig undir vöxtinn. Þegar bandið er bundið utanum þig þá býr skyrtan til ofboðslega klæðilegt flæði yfir magasvæðið.
Camy mælir með að para skyrtuna við sokkabuxur, gallabuxur, dragtarbuxur eða leggings og hvetur þig til að leika þér með hana því notagildið er endalaust